Þegar pantaðar eru tertur með sérskreytingu skal fyrst ákveða bragðtegund og svo útlit. Myndir er að finna í albúmum undir „Myndasöfn“ hér að ofan eða á Facebook síðunni okkar.
Myndirnar hér að neðan sýna bara dæmi þess hvað hvernig terturnar geta litið út. Fyllingin í tertunni ákvarðar ekki útlit hennar en þær eru þá fylltar með því bragði sem valið var en smurðar að utan með vanillusmjörkremi, ólituðu eða þeim lit sem óskað var eftir. Skreytingarnar taka síðan mið af þeirri mynd sem send er með pöntuninni.