Áður en þú pantar

 

 

Á vefnum er hægt að leggja inn pantanir á sérskreyttum kökum í stærðinni 15 manna og stærri. Sé óskað eftir minni kökum - 8 eða 12 manna, fást þær í bakaríinu okkar í Hagkaup Smáralind en einnig í kælum í öllum Hagkaups verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Afhending pantana fer ávalt  fram í Hagkaup Smáralind.

 

Þegar bragðtegund (fylling) hefur verið valin er komið að skreytingunni. Þegar þú velur sérskreytinguna þína er gott að styðjast við myndir af skreytingum sem að við höfum gert áður. Hafið í huga að hver kaka er einstök og engar tvær kökur alveg eins, jafnvel þó farið sé eftir mynd. Við gerum þó okkar besta við að fara eftir óskum viðskiptavina en athugið að litir geta verið mjög mismunandi frá einum skjá til annars og erfitt að fara eftir mjög nákvæmum lita-óskum.  Ef óskað er eftir skreytingu sem við höfum ekki gert áður förum við frammá að hún sé send á okkur áður en pantað er, annað hvort á facebook skilaboðum eða tölvupósti. Sé það tilfellið lengist fyrirvarinn úr tveimur dögum í fimm virka daga. Annars getum við ekki tryggt að við náum að afgreiða pöntunina eins og óskað er eftir.

 

Hægt er að skoða öll myndaalbúminum okkar hér. Við erum einnig með fleiri myndir á facebook síðunni okkar hér.

 

 

Stærðir

8 manna kökur eru 15cm í þvermál og ca 8cm á hæð

12 manna kökur eru 15cm í þvermál og ca 12cm á hæð

16 manna kökur eru 22cm í þvermál og ca 8cm á hæð

25 manna kökur eru 22cm í þvermál og ca 12 cm á hæð

15 manna kökur á tveimur hæðum eru 15cm í þvermál og ca 20cm á hæð.

35 manna kökur eru á tveimur hæðum og neðri hæðin er 22cm í þvermál.

55 manna kökur eru á tveimur hæðum og neðri hæðin er 22cm í þvermál.

 

Þemakökur

Myndaalbúm

Við getum gert skreytingar fyrir alls konar þema. Það má endilega skoða myndirnar í þemaköku albúminu okkar fyrir hugmyndir og svo er hægt að senda á okkur línu til að reyna að koma upp með nýja þema. Það er einfaldast fyrir okkur að nota sykurmassaskilti með áprentaðri mynd í þemanum og svo skreyta kökuna í litaþema.

Við getum einnig notað lítil leikföng og fígúrur í skreytingarnar eins og fyrir Lol kökur. Það er þá hægt að taka það fram við pöntun svo að við getum gert ráð fyrir því í skreytingunni eða komið með dótið til okkar í Hagkaup í Smáralind svo að svo við getum komið því fyrir á tertunni.

 

Kynjakökur

Myndaalbúm

Kynjakökur þurfa að vera pantaðar með lágmarks tveggja daga fyrirvara eins og aðrar tertur. Koma þarf kynjaumslaginu til okkar deginum áður en afhenda á kökuna.

 

Nafnaskilti

Við getum prentað út nafnaskilti á sykurmassa en fyrir nafnastanda með útskorin nöfn mælum við með 29 línum https://www.29linur.com/voruflokkur/utskurdur/

 

Litir og skreytingar

Þar sem við erum að handblanda litina í kremunum okkar er ekki hægt að lofa að þeir verði alltaf eins. En við reynum okkar besta að koma sem næst þeim litum sem að eru í myndunum sem að fylgja með pöntunum. Smjörkrem er einnig ekki  alveg hvítt heldur er alltaf smá gulur keimur í því þannig að það getur haft áhrif á litablöndunina. Hafið í huga að hver kaka er einstök og hver og einn af okkar starfsmönnum hefur sinn stíl, því eru engar tvær kökur alveg eins

 

Brúðartertur

Myndaalbúm

Brúðarterturnar okkar eru ýmist með súkkulaði eða vanillukaramellubotn og það eru fjórar fyllingar í boði 

Jarðaber, hvítt súkkulaði og kampavín

Lemoncurd og ylliblóm eins og brúðarterta Harry og Meghan

Belgískt súkkulaði ganache

Baileys og karamellufrappochino.

Lágmarkspöntunin fyrir brúðartertubragðtegundirar er 50 manns en það er einnig hægt að skreyta hefðbundnu bragðtegundirnar okkar sem brúðartertur fyrir minni veislur.

Til þess að fá hlekk til að panta brúðarterturnar og fá ráðfæringu um hversu stóra köku þig vantar þá endilega sendu okkur línu á 17sortir@gmail.com