Svona pantar þú

Pantanir eru gerðar hér á síðunni okkar.

Þú velur fyrst hvað þú vilt panta; bollakökur, bitakökur osfrv. og ferð inná þá síðu og klárar pöntunina á þar til gerðu eyðublaði.

Lágmarkspöntun á bollakökum er 24 stk í
hverri tegund en 12 stk í hverri tegund af bitakökum. Ef þessi fjöldi hentar ekki, er alltaf hægt að velja úr borðinu hjá okkur af úrvali dagsins.


Þegar pantaðar eru Hnallþórur með sérskreytingu skal fyrst ákveða bragðtegund, myndir er að finna  í albúmum undir „Veislur og mannamót“ hér að ofan.

Allar bragðtegundir er hægt að fá afhentar í öðrum lit en þeim sem er á standard útliti þeirra, en þær eru þá fylltar með því bragði sem valið var en smurðar að utan með vanillusmjörkremi, ólituðu eða þeim lit sem óskað var eftir. Skreytingarnar taka síðan mið af þeirri mynd sem send er með pöntuninni.