17 sortir

Hæ, við erum Auður og Sylvía.

Við tvær erum eigendur 17 sorta og eigum það sameiginlegt að hafa haft áhuga á bakstri og matargerð frá unga aldri. Við höfum komið víða við í matvælageiranum og saman búum við yfir víðtækri reynslu og þekkingu,  en Auður stofnaði meðal annars Tilefni ehf sem aðstoðaði fólk t.d. við veisluhöld og Salt Eldhús sem er námskeiðseldhús í Þórunnartúni. Sylvía náði sér í Pastry Chef gráðu frá hinum virta Le Cordon Bleu skóla í London og hefur síðan unnið við fagið. 

Auður stofnaði 17 sortir árið 2015 og rak um tíma tvær verslanir bæði í Kringlu og á Granda ásamt bakarí í Kópavogi.  Árið 2022 gafst einstakt tækifæri þegar fyrirtækinu bauðst að ganga til samstarfs við Hagkaup og þar með að koma vörum sínum á framfæri við enn fleiri viðskiptavini en áður,  en nú er bakaríið okkar staðsett í Hagkaup í Smáralind, þaðan sem við dreifum vörum í aðrar verslanir Hagkaupa. Sylvía gekk til liðs við 17 sortir um það leyti sem þessar breytingar gengu í gegn en það má segja að Eva Laufey Kjaran sé guðmóðir þess samstarfs þar sem hún átti hugmyndina og kom okkur tveimur saman. Þessi samvinna var skrifuð í skýin þar sem við eigum einstaklega vel saman og finnum vel hversu gott er að hafa sterkan samherja í rekstri sem þessum. 

Það eru okkar einkunarorð að slá aldrei af í gæðum og við njótum þess að sjá hversu vel það skilar sér til ykkar. Við erum aldrei glaðari en þegar við afhendum fallega köku til ánægðs viðskiptavinar og vitum að við eigum eftir að eiga hlut í að gera daginn betri eða eftirminnilegri. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af kökum og kræsingum í verslunum Hagkaups ásamt því að úrvalið í sérpöntunum hjá okkur er alltaf að aukast.

Það er okkar einlæga von að þið finnið þar eitthvað við ykkar hæfi en einnig erum við alltaf opnar fyrir uppástungum og umbótum. 

"Bakað úr gæðahráefnum stútfullt af ást , eins og amma hefði gert það"

Auður Ögn - Eigandi