Það er skemmtilegt að geta boðið uppá blandaða veislubakka þegar halda á fundi, henda í veislu eða fagna einhverju sérstöku tilefni. Alla jafna er reiknað með um 4-6 sætum bitum á mann og veislubakkarnir okkar innihalda 60 bita með 8 tegundum af sætum bitum. Þeir eru tilbúnir á veisluborðið í svörtum bökkum, en auðvitað má alltaf taka af þeim og raða eins og fólki lystir á bakka og standa. Þeir innihalda kransabita, makkarónur, mini bollakökur, sörur, lemontarte með ítölskum marengs, súkkulaðiskál með súkkulaðimousse, karamellu og súkkulaðitarte og Baileys súkkulaðitrufflur.
Hér fyrir neðan er hægt að hengja við logo/texta til að setja á makkarónur og minibollakökur. Litaþema er unnið í stíl við vörumerki nema annað sé tekið fram.